Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Bannað að heimsækja fanga í bili

30.07.2020 - 17:39
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Fangelsismálastofnun hefur ákveðið að banna heimsóknir í fangelsi tímabundið vegna hertra sóttvarnarreglna. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að þetta sé gert til þess að draga úr líkum á dreifingu COVID-19 veirunnar í fangelsi landsins.

„Starfsemin er viðkvæm og mikilvægt að gera allt sem mögulegt er til þess að tryggja órofinn rekstur og um leið öryggi vistmanna og starfsmanna,“ segir í tilkynningunni. 

Ferðir fanga úr fangelsum eru sömuleiðis óheimilar og á það meðal annars við um dagsleyfi, vinnu og nám utan fangelsa.