Spænskur karlmaður á sjötugsaldri var gripinn af tollvörðum á Keflavíkurflugvelli um helgina með tæpt hálft kíló af kókaíni innvortis í 48 pakkningum. Maðurinn var að koma með flugi frá Frakklandi og er nú gæsluvarðhaldi. Rannsókn málsins er í fullum gangi.