Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Spánverji á sjötugsaldri gripinn með kókaín

29.07.2020 - 17:46
Mynd með færslu
 Mynd: Magnús Atli Magnússon - RÚV
Spænskur karlmaður á sjötugsaldri var gripinn af tollvörðum á Keflavíkurflugvelli um helgina með tæpt hálft kíló af kókaíni innvortis í 48 pakkningum. Maðurinn var að koma með flugi frá Frakklandi og er nú gæsluvarðhaldi. Rannsókn málsins er í fullum gangi.

Þetta er eitt örfárra fíkniefnamála sem hafa komið upp á Keflavíkurflugvelli í kórónuveirufaraldrinum. 

Í apríl var karlmaður á þrítugsaldri stöðvaður með 700 grömm af kókaíni. Þá fóru óvenju fáir farþegar um flugvöllinn enda lá nánast allt millilandaflug  niðri. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV