Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Rannsaka þjófnað í Hrísey

29.07.2020 - 16:01
default
 Mynd: Björgvin Kolbeinsson - RÚv
Talið er að tæplega þremur milljónum hafi verið stolið af eldri manni í Hrísey. Lögreglan á Norðurlandi eystra er með málið í rannsókn. Skýrslutaka fór fram í síðustu viku.

DV greindi frá því fyrir helgi að 2,8 milljónum hefði verið stolið af eldri manni í Hrísey. Þar segir að maður á þrítugs aldri hafi komist yfir debetkort og leyninúmer mannsins og millifært yfir á aðra reikninga.

Jónas Halldór Sigurðsson rannsóknarlögreglumaður á Akureyri staðfesti í samtali við fréttastofu að lögreglan væri að rannsaka þjófnað og misnotkun á greiðslukorti. Tjónþoli hafi komið á lögreglustöðina í síðustu viku og gefið skýrslu. Lítið annað væri hægt að segja í bili en málið væri í rannsókn. Ekki fékkst uppgefið hversu hárri fjárhæð var stolið. 

Úlla Árdal
Fréttastofa RÚV