Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Liðsflutningar Bandaríkjahers í Evrópu

29.07.2020 - 15:29
epa03129841 US service personnel salute during a ceremony to mark the 60th anniversary of the opening of the US Air Force Base in Ramstein, Germany, 02 March 2012. Reports state that high-ranking politicians and military officers have emphasized the importance of the US air base in Ramstein during the anniversary ceremony.  EPA/FREDRIK VON ERICHSEN
 Mynd: EPA
Ellefu þúsund og níu hundruð bandarískir hermenn verða fluttir frá herstöðvum í Þýskalandi, að því er varnarmálaráðuneytið í Washington tilkynnti í dag. Hluti liðsins verður sendur til Ítalíu og Belgíu. Höfuðstöðvar herliðsins verða fluttar frá Stuttgart til Belgíu.

Wall Street Journal greindi frá því í síðasta mánuði að Donald Trump forseti hefði fyrirskipað að níu þúsund og fimm hundruð hermenn yrðu fluttir frá Þýskalandi.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV