Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Kylfingar aldrei verið fleiri á Íslandi

Mynd með færslu
 Mynd: Pixabay

Kylfingar aldrei verið fleiri á Íslandi

29.07.2020 - 14:51
Kylfingum fjölgaði um rúmlega 1900 frá því í fyrra og hafa kylfingar hér á landi aldrei verið fleiri. Þann 1. júlí í ár voru 19.726 kylfingar skráðir í golfklúbba víðs vegar um landið og nemur aukningin á milli ára um 11%.

Þetta kemur fram á vefsíðu Golfsambands Íslands. Golf er næst stærsta íþróttasambandið innan ÍSÍ með rétt tæplega 20 þúsund félaga en Knattspyrnusamband Íslands er fjölmennasta sérsambandið með um 23 þúsund félaga. 

Árið 2000 voru 8500 skráðir kylfingar í golfklúbbum hér á landi og hefur félagsmönnum því fjölgað um rúmlega 11200 á 20 árum.

Íslandsmótið í golfi fer fram dagana 6.-9. ágúst. Íslandsmótið verður í beinni útsendingu á RÚV og þar verður því hægt að fylgjast með öllum bestu kylfingum landsins berjast um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn.