Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Grjót féll af palli vörubíls á fólksbíl

Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Í ýmsu var að snúast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt. 55 mál komu inn á borð lögreglu og fimm voru vistaðir í fangageymslu.

Skemmdir urðu á fólksbíl þegar grjót féll á hann af palli vörubíls á Reykjanesbraut í gær. Lögregla og sjúkralið voru send á kvartmílubrautina í Hafnarfirði sökum mótorhjólaslyss, einn var fluttur á slysadeild sökum slyssins með minniháttar meiðsl.

Skömmu fyrir miðnætti var tilkynnt um mann með hníf í miðborginni. Sá var í annarlegu ástandi, hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þá bárust lögreglu þó nokkrar tilkynningar um hávaða víðsvegar um borgina í gærkvöldi og í nótt.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir