
Enn von fyrir tígrísdýr í Thailandi
Við þetta kviknar sú von að dýrin séu að snúa aftur til heimkynna sinna í skógum Taílands en veiðiþjófar veiddu þau og seldu um langt árabil. Það var gert af svo miklu kappi að við útdauða dýranna lá.
Aðeins er talið að um aðeins 160 dýr sé að finna í Thaílandi og 3.900 í heiminum öllum. Fyrir öld voru tígrísdýr um 100 þúsund, langflest á Indlandi. Þau þrettán lönd þar sem dýrin þrífast enn hafa heitið því að fjöldi þeirra tvöfaldist fyrir árið 2022 sem er ár tígursins í kínverski stjörnuspeki.
John Goodrich vísindamaður hjá samtökunum Panthera sem hafa einbeitt sér að verndun villtra kattardýra segir fund dýranna í Thaílandi gleðitíðindi. Mögulega sé enn von fyrir tígrísdýr þar í landi.
Tígrísdýrin halda til á afskekktu, fjalllendu, skógi vöxnu landsvæði nærri landamærum Mjanmar en nánari staðsetning þeirra hefur ekki verið gefin upp til að vernda þau frá veiðiþjófum.
Sérfræðingar telja dýrin vera ung karldýr sem hafi leitað uppi öruggt svæði þar sem nægilegt æti sé að hafa. Í dag, 29. júlí, er alþjóðlega tígrísdýradeginum fagnað í tíunda sinn.