Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Býst við langri baráttu við kórónuveiruna

29.07.2020 - 08:38
epa08560257 French Health Minister Olivier Veran leaves the Elysee Palace after the weekly cabinet meeting of the government, in Paris, France, 22 July 2020.  EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON
Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands. Mynd: EPA-EFE - EPA
Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, sagði í morgun að baráttan við kórónuveirufaraldurinn yrði löng og hvatti hann almenning til að virða reglur yfirvalda svo koma mætti í veg fyrir að gripið yrði til harkalegra aðgerða á ný á borð við útgöngubann. 

Kórónuveirusmitum hefur fjölgað á ný í Frakklandi eins og víða annars staðar. Samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskólans í Bandaríkjunum hafa greinst fleiri en 220.000 tilfelli í Frakklandi síðan kórónuveiran barst til landsins, ríflega 30.000 hafa látist af völdum COVID-19.

Veran heilbrigðisráðherra sagði að ekki væri hafin önnur bylgja kórónuveirusmita í landinu, en fólk yrði að virða reglur og ekki að slá slöku við því veiran yrði til staðar í langan tíma.