Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Bóluefni gæti komið í veg fyrir útbreiðslu

epa08556527 (FILE) - One of the first South African vaccine trialists gets injected during the clinical trial for a potential vaccine against the Covid-19 Corona virus at the Baragwanath hospital in Soweto, South Africa, 24 June 2020 (reissued 20 July 2020). Early phases of testing for a coronavirus vaccine suggest a positive result in immune reaction, scientists at Oxford University said 20 July 2020.  EPA-EFE/SIPHIWE SIBEKO / POOL
 Mynd: EPA-EFE - Reuters
Bóluefni bandaríska líftæknifyrirtækisins Moderna við Covid-19 myndar sterk ónæmisviðbrögð og stöðvar fjölgun kórónuveiru í nefgöngum og lungum apa í tilraunastofum. New England Journal of Medicine greinir frá þessu.

Sú staðreynd að mótefnið stöðvar fjölgun veirunnar í nefi er talin mjög mikilvægur þáttur í að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar.

Bóluefnið sem er í þróun í Oxford skilaði ekki sömu niðurstöðu en kemur þó í veg fyrir að veiran leiti í lungu tilraunadýranna. Því verða þau ekki jafn veik og ella hefði verið.

Ýmsum spurningum er þó enn ósvarað en nú er verið að gera tilraunir á mönnum með bóluefni frá Moderna, Oxford-háskóla og AstraZeneca.