Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Barn lést og hundruð veiktust af matareitrun

29.07.2020 - 10:16
Erlent · Asía · Jórdanía
epa06228454 An Iraqi Kurd man sells shawarma in the old city of Erbil, Kurdistan region in northern Iraq, 26 September 2017. Reports state that around 72 per cent of the roughly five million eligible voters participated in the Iraqi Kurdistan independence referendum on 25 September.  EPA-EFE/MOHAMED MESSARA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Barn lést og sjö hundruð hafa veikst úr matareitrun eftir að hafa snætt skyndibita frá veitingastað skammt utan Amman, höfuðborgar Jórdaníu. Jórdanska heilbrigðisráðuneytið greindi frá þessu í morgun.

Ráðuneytið sagði að minnsta kosti eitt hundrað manns hefðu verið lagðir inn á sjúkrahús með matareitrun. Þá segja fjölmiðlar að veitingastaðurinn hafi boðið upp á skyndibita á hálfvirði sem laðað hefði marga að. Eigandi veitingastaðarins hafi verið handtekinn.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV