Áhorfendafjöldi líklega takmarkaður í Tókýó

epa07736545 An attendant brings out the Tokyo Olympics medals (L-R; Silver, Gold and Bronze) after the One Year to Go Ceremony at Tokyo Forum in Tokyo, Japan, 24 July 2019. The Tokyo Organising Committee of the Tokyo 2020 Olympic and Paralympic Games held the One Year to Go Ceremony to mark one year until the opening of the Tokyo 2020 Olympic Games, which will open on 24 July 2020 through 09 August 2019.  EPA-EFE/KIMIMASA MAYAMA
 Mynd: EPA

Áhorfendafjöldi líklega takmarkaður í Tókýó

29.07.2020 - 16:31
Toshiro Muto, framkvæmdastjóri skipulagsnefndar Ólympíuleikanna og Ólympíumóts fatlaðra í Tókýó, segir að það gæti farið svo að mun færri áhorfendur verði á leikunum tveimur á næsta ári en venja er. Skipulagsnefndin vill ekki fresta leikunum um annað ár og því þurfi að gera viðeigandi ráðstafanir vegna COVID-19.

Muto segir í samtali við BBC í dag að skipulagsnefndin vinni hörðum höndum að því að setningarhátíð Ólympíuleikanna verði þann 23. júlí á næsta ári.

Muto segir jafnframt að hann hafi rætt við Thomas Bach, forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, og að Bach hafi sagt að ekki væri tímabært að hugsa um að fresta eða aflýsa leikunum. 

„Um 130 lönd eru enn á bannlista og mega þær þjóðir ekki koma til landsins. Við vitum ekki hvað mun gerast en við erum of bjartsýn ef við höldum að faraldurinn verði með öllu horfinn á næsta ári,“ segir Muto.  

Mikill vilji er fyrir því að leyfa áhorfendur á leikunum og því þurfi að skoða þann möguleika að takmarka áhorfendafjölda.

Ólympíuleikarnir í Tókýó ættu því að standa yfir frá 23. júlí til 8 ágúst og Ólympíumót fatlaðra frá 24. ágúst til 5. september á næsta ári.