Snap Inc., móðurfélag smáforritsins Snapchat, ætlar að tvöfalda fjölda kvenkyns starfsmanna í tækniteymum sínum á næstu fimm árum. Sömuleiðis hyggst fyrirtækið tvöfalda fjölda starfsmanna í tækniteymum sem tilheyra minnihlutahópum. Í dag gaf fyrirtækið út skýrslu yfir fjölbreytileika starfsfólks í fyrsta skipti.