Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

29 farþegar í hverri London-þotu í apríl og 51 í maí

Mynd með færslu
 Mynd: Bogi Ágústsson - RÚV
Í aprílmánuði flugu 912 farþegar á milli Íslands og London og 1.214 í maí. Í hverri þotu voru að jafnaði voru 29 farþegar í apríl og 51 farþegi í maí.

Þetta kemur fram á vef Túrista.

Þar segir að allar ferðirnar á milli London og Íslands í maí hafi verið á vegum Icelandair, en þær hafi alls verið 24. Bróðurpartur flugflota félagsins er Boeing-757 þotur með 183 sæti og sætanýtingin því á bilinu 15-28%. 

 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir