Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Yfir 900 stúlkur og konur hafa horfið í Perú í vor

epaselect epa08422079 Inhabitants look out in the Cantagallo community, central Lima, Peru, 13 May 2020 (issued 14 May 2020). 'Nobody enters, nobody leaves' is the slogan heard in Cantagallo, the urban indigenous community in the center of Lima, turned into a sudden sanitary ghetto that closed in and further isolated the Shipibo who live there from the rest of the city after they 72% of them test positive for coronavirus.With some 250 families of the Amazonian ethnic group Shipibo-Konibo in poverty who survive overcrowded and without basic services on the banks of the polluted Rimac River, Cantagallo has become the point of greatest concentration of COVID -19 in Peru.  EPA-EFE/Sergi Rugrand
 Mynd: epa
Yfir 900 stúlkur og konur hurfu í Perú á meðan útgöngubann var þar í gildi í vor vegna kórónaveirufaldursins. Óttast er að þeim hafi verið ráðinn bani. Heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum hefur lengi verið mikið og landlægt vandamál í Perú.

Um 70 prósent hinna horfnu eru börn að aldri

Eliana Revollar, skrifstofustjóri jafnréttisskrifstofu ríkislögmanns, segir slæmt ástand hafa versnað til muna þegar farsóttin lamaði samfélagið, útgöngubann var sett á og milljónir misstu atvinnuna. „Á meðan útgöngubann var á, frá 16. mars til 30. júní, var tilkynnt um hvarf 915 kvenna í Perú,“ sagði Revollar á fréttamannafundi í gær og upplýsti að 70 prósent þeirra væru á barnsaldri, yngri en 18 ára. Sagði hún ríka ástæðu til að óttast að þær væru flestar látnar.

Slæmt ástand fyrir COVID-19 versnaði enn

Áður en farsóttin hóf innreið sína í Perú var tilkynnt um hvarf fimm kvenna að meðaltali á degi hverjum þar í landi. Sú tala hækkaði í átta meðan á útgöngubanninu stóð. Revollar segir ekki útilokað að enn fleiri hafi horfið, þar sem ekki sé búið að koma upp miðlægri skrá yfir tilkynnt mannshvörf í landinu og hét úrbótum.

Lögregla gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi

Í frétt AFP segir að perúsk kvenréttindasamtök gagnrýni lögreglu fyrir aðgerðaleysi gagnvart kynbundnu ofbeldi. Lögregla neiti iðulega að rannsaka heimilisofbeldi, hæðist að þolendunum eða haldi því fram að konurnar - eða stúlkubörnin - sem saknað er hafi farið sjálfviljugar að heiman.

Sjá einnig: „Yrði reiðarslag fyrir réttindabaráttu kvenna í Evrópu“

Nær 30.000 tilkynningar um heimilisofbeldi bárust perúskum yfirvöldum í fyrra og 166 konur voru myrtar í landinu svo vitað sé með óyggjandi hætti, en margfalt fleiri hurfu sporlaust.

Perú er á meðal þeirra landa sem hvað verst hafa orðið úti í kórónaveirufaraldrinum. Nær 390.000 manns hafa greinst með veiruna og rúmlega 18.400 dáið úr COVID-19.