Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Verulegur samdráttur hjá McDonalds

28.07.2020 - 14:06
Mynd með færslu
 Mynd: CC0 - Pixabay
Hagnaður bandarísku skyndibitakeðjunnar McDonalds dróst saman um 68 prósent á öðrum ársfjórðungi. Hann nam 483,8 milljónum dollara. Tekjurnar minnkuðu um þrjátíu af hundraði, niður í 3,8 milljarða dollra. Viðskiptin drógust saman á flestum viðskiptasvæðum fyrirtækisins.

Afkoman var þó betri í Bandaríkjunum en víða annars staðar, þar sem algengt er að matvæli og drykkir séu afgreidd um bílalúgur. Einnig hefur fólki verið heimilt að kaupa veitingar og taka með sér þrátt fyrir að veitingastöðunum sjálfum hafi verið lokað vegna kórónuveirunnar.