Þjóðverjar stefna að skimun ferðalanga frá hættusvæðum

28.07.2020 - 19:23
epa08569335 A traveller from SARS-CoV-2 risk areas of Serbia and Macedonia lines up to be tested for COVID-19 at the Corona Test Center at the airport in Dortmund, Germany, 27 July 2020. German Minister of Health Spahn ordered that starting next week all travel returnees from risk areas must be tested for the coronavirus. Already since the weekend voluntary tests for returnees from risk areas are possible at several German airports, as without testing a 14-day quarantine is mandatory.  EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL
Frá flugvellinum í Dortmund.  Mynd: EPA
Á nokkrum stöðum í Þýskalandi er í boði sýnataka fyrir ferðalanga á leið frá skilgreindum hættusvæðum vegna COVID-19. Til að byrja með ræður fólk hvort það lætur taka sýni. Breyta þarf lögum til að þátttaka í skimun verði skylda og er slíkt í undirbúningi á landsvísu í Þýskalandi.

Heilbrigðisráðherra Þýskalands, Jens Spahn, hefur lýst því yfir að stefnt sé að því að það verði skylda fyrir ferðalanga frá svæðum þar sem smit eru útbreidd að það fari í skimun við komuna til Þýskalands. Í frétt Guardian um málið segir að þverpólitísk samstaða sé um skimunina. Smitum hefur fjölgað hratt síðustu daga. Í byrjun júní voru greind að meðaltali 350 smit daglega. Þessa dagana er meðaltalið 557 smit á dag. 

Heilbrigðisstarfsfólk við sýnatökur í Mamming í Bæjaralandi. - Mynd: EPA-EFE / EPA

Óttast að til verði mörg „lítil Ischgl“

Skimun er þegar hafin í Bæjaralandi og er í boði hvort sem fólk kemur með einkabíl, rútu, lest eða flugvél. Forsætisráðherra Bæjaralands, Markus Söder, kveðst ekki hafa áhyggjur af því að í Þýskalandi verði til svæði í líkingu við Ischgl, skíðabæinn í Austurríki þar sem smit var mjög útbreitt í vetur. „En ég hef áhyggjur af því að það verði til mörg lítil Ischgl,“ sagði hann á blaðamannafundi í dag. 

500 verkamenn í Mamming í Bæjaralandi eru í sóttkví eftir að 174 smit greindust hjá starfsfólki á býli. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi