Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Þjóðverjar hafa áhyggjur af fjölgun smita

28.07.2020 - 10:03
epa08568792 Health workers collect samples at a makeshift COVID-19 testing station in Mamming, Germany, 27 July 2020. After a local coronavirus outbreak on the cucumber farm premises, state authorities have quarantined the entire farm and its workers.  EPA-EFE/PHILIPP GUELLAND
Heilbrigðisstarfsfólk við sýnatökur í Mamming í Bæjaralandi. Mynd: EPA-EFE - EPA
Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi hafa áhyggjur af fjölgun kórónuveirusmita í landinu að undanförnu. Lothar Wieler, yfirmaður Robert Koch-stofnununarinnar, sem annast þar smitsjúkdómavarnar, sagði við fréttamenn í morgun að koma yrði í veg fyrir að veiran næði sér aftur á strik.

Undanfarna viku hafa að meðaltali hafa 557 kórónuveirutilfelli greinst í Þýskalandi, en þau voru daglega um 350 fyrripartinn í júní. Wieler sagðist ekki geta sagt til um hvort þetta væri upphafið að nýrri bylgju kórónuveirutilfella, en kvaðst sannfærður um að ef fylgt yrði reglum yrði hægt að koma í veg fyrir það.

Hann ráðlagði fólki að bera andlitsgrímur bæði innan- og utandyra ef ekki væri hægt að tryggja fjarlægðarreglur. Fleiri en 206.000 hafa greinst með kórónuveirusmit í Þýskalandi, frá því faraldurinn barst til landsins, en yfir 9.000 hafa dáið úr COVID-19.

Þýsk stjórnvöld vörðuðu í morgun landsmenn við að ferðast til þriggja héraða Spánar, - Aragon, Katalóníu og Navarra, vegna fjölgunar smita á þeim slóðum.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV