Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Reglur hertar í Madríd vegna veirusmita

28.07.2020 - 14:49
epa08570449 Two passers-by wearing face masks walk past a shop window reading 'Thank You Madrid' in downtown Madrid, Spain, 28 July 2020. Madrid's regional authorities have ordered the use of face masks in public spaces even if people can observe social distancing guidlines. Gatherings of more than ten people will be banned in the region, and night clubs and bars have to close at 1.30 AM as Covid-19 cases surge, reports state.  EPA-EFE/Mariscal
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Borgaryfirvöld í Madríd á Spáni hafa að nýju hert reglur eftir að kórónuveirusmitum tók að fjölga í landinu. Meðal annars verður fólk skyldað til að vera með andlitsgrímur alls staðar. Einungis tíu manns mega koma saman að hámarki. Mælst er til þess að sú regla gildi einnig á heimilum. Börum í borginni verður lokað klukkan eitt eftir miðnætti.

Veirusmit hafa meira en þrefaldast á Spáni síðastliðnar tvær vikur. Þetta varð til þess að bresk stjórnvöld fyrirskipuðu að ferðafólk sem kemur frá Spáni verður að fara í tveggja vikna sóttkví við heimkomuna. Frakkar og Þjóðverjar vara fólk við að ferðast til héraða í norðausturhluta landsins, þar sem smitum hefur fjölgað mest að undanförnu.