Nýjar tillögur frá sóttvarnalækni til ráðherra

Kamilla Jósefsdóttir
 Mynd: Fréttir
Sóttvarnalæknir sendi minnisblað með nýjum tillögum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gærkvöldi. Þetta staðfestir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur í sóttvörnum hjá Embætti landlæknis.

Til stendur að slaka á fjöldatakmörkunum þann 4. ágúst næstkomandi með því að heimila 1.000 manna samkomur í stað aðeins 500. Þá er fyrirhugað að framlengja opnunartíma skemmtistaða til miðnættis.

Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um það hvað felst í nýjum tillögum frá sóttvarnalækni en vonast eftir frekari upplýsingum innan skamms. Aðspurð hvort til standi að breyta áætlunum segir Kamilla það vera í höndum ráðherra. 

Síðustu daga hefur smitum hérlendis fjölgað hratt og nú eru 22 í einangrun með virk smit. Um helgina greindust sex smit. 173 eru í sóttkví.

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi