Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Kanna hvort fleiri en 7 séu smitaðir á Akranesi

28.07.2020 - 10:38
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Sjö starfsmenn á sama vinnustað á Akranesi eru smitaðir af Covid-19. Sævar Freyr Þráinsson, bæjar­stjóri Akra­ness, hvetur fólk til að fara varlega og virða sóttvarnarlög svo ekki verði frekri bylgja hér á landi. Verið er að athuga hvort fleiri en 7 eru smitaðir á Akranesi.   

Ekki er ljóst hvaðan smitið á Akranesi kom en það er bundið við mann sem kom frá útlöndum. Sævar Freyr segir gríðarlega mikilvægt að allir á Akranesi og allir á landinu standi sig svo ekki verði frekari bylgja á landinu.   
 
„Ég bara hvet alla til að fylgja sóttvarnarlögum og þessu öfluga teymi sem er hér á landi að senda okkkur skýr fyrirmæli.“

Smitið á Akranesi er bundið við sjö starfsmenn sama vinnustaðar. Verið er að kanna hvort fleiri eru smitaðir
 
„Það eru auðvitað einhverjar líkur til staðar. Það er verið að fara mjög vel í gegnum þetta núna og ef að slíkt kemur upp þá munum við fá þær upplýsingar um leið og þær berast.“ 

Ekki hefur verið ákveðið að herða reglur á Akranesi.
 
„En auðvitað ef ástandið fer að verða eitthvað umfram þetta einangraða tilvik þá erum við tilbúin til að takast á við það sem að höndum ber en eins og staðan er núna þá er það ekki.“