New-York borg þarf að borga bílstjórum Uber og Lyft atvinnuleysisbætur frá og með deginum í dag. Alríkisdómari í New-York ríki komst að þessari niðurstöðu í dag.
Bílstjórar Uber og Lyft hafa í lengi barist fyrir því að njóta sömu réttinda og starfsmenn sem sinna hefðbundnum störfum. Dómurinn tekur strax gildi en gagnaðilum gefst þó enn færi á að áfrýja honum.
Bílstjórar Uber og Lyft hafa átt mun erfiðara uppdráttar en atvinnubílstjórar í fullu starfi eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á í vor. Margir aka Uber og Lyft í hjáverkum og eru réttindi þeirra oft takmörkuð. Uber og Lyft hafa sagst ætla að borga bílstjórum sínum atvinnuleysisbætur vegna faraldursins en fyrirtækin hafa þó ekki veitt borgaryfirvöldum nauðsynleg gögn um laun þeirra. Án gagnanna er ekki hægt að greiða bæturnar út. Bílstjórarnir höfðuðu mál vegna tafanna í maí.