COVID-19 alvarlegasta heilbrigðisógnin í sögu WHO

epa08525471 World Health Organization (WHO) Director-General Tedros Adhanom Ghebreyesus attends a press conference organized by the Geneva Association of United Nations Correspondents (ACANU) amid the COVID-19 pandemic, caused by the novel coronavirus, at the WHO headquarters in Geneva, Switzerland, 03 July 2020.  EPA-EFE/FABRICE COFFRINI
 Mynd: epa
Yfirstandandi heimsfaraldur kórónaveiru sem veldur COVID-19 er langalvarlegasta heilbrigðisógnin sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur tekist á við á þeim 72 árum sem liðin eru frá stofnun hennar. Þetta segir framkvæmdastjórinn Tedros Adhanom Gebreyesus, sem hyggst kalla neyðarvarnanefnd stofnunarinnar saman í þessari viku til að fara yfir stöðu mála.

COVID-19-farsóttin er sú sjötta sem skilgreind hefur verið sem heimsfaraldur frá stofnun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar 1948. Hinar fimm eru Zika-faraldurinn, mænusótt, svínaflensan og svo tveir ebólufaraldrar.  

„Þegar ég lýsti yfir neyðarástandi vegna ógnar við lýðheilsu á heimsvísu hinn 30. janúar höfðu greinst innan við 100 tilfelli utan Kína og engin dauðsföll," segir Gebreyesus. Nú hafa yfir 16 milljónir kórónaveirusmita verið staðfest og rúmlega 650.000 dauðsföll rakin til sjúkdómsins.

COVID-19 hefur breytt heiminum

„COVID-19 hefur breytt heiminum," segir framkvæmdastjórinn, „sóttin hefur sameinað fólk, samfélög og þjóðir, en einnig sundrað þeim." Hann bendir á að fjöldi staðfestra smita hafi um það bil tvöfaldast á síðustu sex vikum. Það sé óræk sönnun þess, að þótt heimsbyggðin hafi lagt gríðarlega mikið á sig í baráttunni gegn veirunni, segir hann, þá eigi hún enn „langa og erfiða glímu fyrir höndum.“
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi