Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Búist við að Jóakim nái sér að fullu

28.07.2020 - 09:17
epa07882441 Princess Marie (L) and Prince Joachim (R) of Denmark leave a lunch for the visiting leaders and heads of state, following a memorial for French former President Jacques Chirac, at the Elysee Palace in Paris, France, 30 September 2019. Jacques Chirac died on 26 September in Paris, aged 86. 30 September 2019 has been declared a day of national mourning.  EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON
Jóakim prins og eiginkona hans María prinsessa. Mynd: EPA-EFE - EPA
Jóakim Danaprins mun líklega ná sér að fullu eftir aðgerð sem hann gekkst undir í síðustu viku  vegna blóðtappa í heila. Þetta sagði í tilkynningu frá dönsku hirðinni í morgun.

Jóakim, sem er 51 árs, var lagður inn á sjúkrahús í Toulouse í Frakklandi vegna blóðtappa og fór í aðgerð á föstudag.

Í tilkynningu hirðarinnar sagði að væri mat lækna að prinsinn myndi engan skaða bera vegna þessa og litlar líkur væru á að þetta gerðist aftur. Hann yrði brátt fluttur af gjörgæsludeild, en yrði áfram á sjúkrahúsi um hríð.