Boða til upplýsingafundar í dag vegna hópsmita

28.07.2020 - 10:30
Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan
Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 14 þar sem farið verður yfir stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi og þau innanlandssmit sem greinst hafa síðustu daga.

Alma Möller landlæknir, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi.

22 eru nú með virkt smit á Íslandi, þar af eru 12 innanlandssmit. Smitrakning hefur staðið yfir síðustu daga en í gær kom í ljós að nokkur smitanna höfðu sameiginlegan en óþekktan uppruna hér á landi. Talið er að það smit hafi borist hingað til lands nýverið og hafi ekki verið að malla hér í samfélaginu síðan í vor.

Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu hér á vefnum, í Sjónvarpinu og útvarpað frá honum á Rás 2.

birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi