Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

57.000 ný smit í Bandaríkjunum

28.07.2020 - 04:27
epa08562920 People queue to get the COVID-19 coronavirus walk-up testing service by the Florida Army National Guard at the Holy Family Catholic Church’s testing Location in North Miami, Florida, USA, 23 July 2020. Florida announced today 173 new resident deaths from COVID-19, the highest number announced for any day since the start of the pandemic.  EPA-EFE/CRISTOBAL HERRERA-ULASHKEVICH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Rétt rúmlega 57.000 manns greindust með kórónaveirusmit í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn og 679 dóu úr sjúkdómnum. Þetta kemur fram í gögnum Johns Hopkins háskólans í Maryland, sem fylgist grannt með útbreiðslu og áhrifum farsóttarinnar um heim allan. Staðfest smit í Bandaríkjunum nálgast óðum 4,3 milljónir og dauðsföll eru tæplega 147.600.

Útbreiðsla veirunnar tók kipp í Bandaríkjunum fyrir nokkrum vikum, eftir að nokkuð hafði hægt á henni fyrr í vor. Yfir 60.000 ný smit greindust þar daglega 12 daga í röð, fram að nýliðinni helgi, og voru raunar yfir 70.000 suma dagana. Þá dóu fleiri en 1.000 á dag úr COVID-19 fjóra daga í röð á þessu tímabili, en svo háar tölur höfðu þá ekki sést síðan í maí.

Sjá einnig: COVID-19 alvarlegasta heilbrigðisógnin í sögu WHO

Smit hafa verið undir 60.000 síðustu tvo sólarhringa og dauðsföll langt undir 1.000, sem gefur vonir um að aftur sé að hægja á útbreiðslunni. Þó er hafður sá fyrirvari á í fréttum vestra, að þetta geti mögulega að einhverju leyti skýrst af minni afkastagetu heilbrigðiskerfisins um helgar.