Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands samþykktu í dag kjarasamning við Icelandair með 83 prósentum atkvæða. Samningurinn byggir á sama samningi og var kolfelldur í atkvæðagreiðslu í síðasta mánuði.
Guðlaug segir að stjórnendur Icelandair standi nú frammi fyrir því stóra verkefni að endurbyggja traustið sem glataðist í aðdraganda samninganna.
Eins og kunnugt er tilkynnti Icelandair þann 17. júlí síðastliðinn að félagið ætlaði sér að slíta samningaviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og leita annað eftir samningum. Rúmum sólarhring síðar náðust samningar við FFÍ. Félagsmenn kusu um samninginn með rafrænni atkvæðagreiðslu sem fór fram um helgina.