Tap Icelandair Group 12,3 milljarðar

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Tap Icelandair Group nam 12,3 milljörðum króna á öðrum fjórðungi ársins. Eigið fé félagsins nam 151,2 milljörðum í lok síðasta mánaðar og aukning varð í fraktflugi félagsins. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem birt var í kauphöll í dag. Framboð í farþegaflugi dróst saman um 97% á öðrum ársfjórðungi ársins og farþegum fækkaðium 98% á sama tímbili. Tvöfalt fleiri flugtímar voru flognir í fraktflugi.

Í uppgjörinu kemur fram að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBIT) hafi verið neikvæður um 14,2 milljarða króna á tímabilinu. Lækkunin nam 10,9 milljörðum. Einskiptiskostnaður vegna kórónuveirufaraldursins nam 5,9 milljörðum króna á tímabilinu og samtals 30,3 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins.

Eiginhlutfjárfall félagsins er 11% og lausafjárstaðan nam 21,3 milljörðum í lok júní.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi