Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

S-Afríka fær 4,3 milljarða dollara frá AGS vegna COVID

epa08269367 International Monetary Fund Managing (IMF) Director Kristalina Georgieva participates in a joint press conference with World Bank Group President David Malpass (unseen) on the organizations response to the COVID-19 coronavirus outbreak at the IMF headquarters in Washington, DC, USA, 04 March 2020. The two international organizations have also changed their upcoming annual spring meetings to a virtual gathering due to the COVID-19 coronavirus outbreak.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur samþykkt að veita Suður-Afríku neyðarlán að andvirði 4,3 milljarða bandaríkjadollara, eða sem nemur rúmlega 580 milljörðum íslenskra króna.

Stjórn AGS samþykkti ákvörðunina í dag. Hún var samþykkt á grundvelli aðgerðaráætlunarinnar Rapid Financing Instrument (RFI). Markmið RFI er að veita aðildarríkjum sem lent hafa í skyndilegum fjárhagslegum skakkaföllum skjóta aðstoð. 

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á efnahag Suður-Afríku. Hvergi hefur verið tilkynnt um jafnmörg tilfelli sunnan Sahara og þar í landi. Stjórnvöld hafa unnið hörðum höndum að því að sporna gegn áhrifum faraldursins á almenning og lítil fyrirtæki. 

AGS hefur á þessu ári veitt fjölmörgum ríkjum lán vegna kórónuveirufaraldursins, þar af þrjátíu í Afríku sunnan Sahara. 

 

Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV