Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ótal söfn hjá fámennri þjóð

Mynd með færslu
 Mynd: Síldarminjasafn Íslands

Ótal söfn hjá fámennri þjóð

27.07.2020 - 14:10

Höfundar

Á Íslandi er nær eitt safn á hverja þúsund Íslendinga. Þetta segir rithöfundurinn A. Kendra Green sem hefur skoðað um þriðjung þeirra í sjö ferðum til landsins. Green fjallar um söfnin, sem hún segir vera lítil, heillandi og óhefðbundin, í nýrri bók.

Rithöfundurinn A. Kendra Green hefur á síðustu tuttugu árum að mestu byggt feril sinn í kring um söfn. Að undanförnu hefur hún kannað söfn Íslands og lýsir ferðum sínum á söfnin í bókinni The Museum of Whales You Will Never See.

Hún segir að á Íslandi sé að finna afar fámenna þjóð sem búi yfir ótal mörgum söfnum. Þau geymi sérstæða sögu „þessarar töfrandi einangruðu eyju“, sem og heillandi sögu safnanna sjálfra og fólksins á bak við þau. Söfnin séu svo mannleg.

Til dæmis megi rekja tilurð þeirra til brandara, veðmála eða ástvinamissis. Þá hafi flest þeirra átt upptök sín inni á heimilum fólks; í stofunni, í bakgarðinum eða skúrnum, eða í skólum og á vinnustöðum. Til að mynda hafi Green séð gríðarstórt servíettusafn sem komið hefur verið fyrir í sófum á heimili í Heimaey, steina- og grjótasafn í heitum potti á Suðausturlandi og bátslíkanasafn í bílskúr á Vestfjörðum.

Mynd með færslu
 Mynd: Rögnvaldur Már Helgason - RÚV

Í grein The Guardian fjallar A. Kendra Green meðal annars um Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði, Fischer-setrið á Selfossi og Hið íslenzka reðasafn í Reykjavík.

Þar lýsir hún einnig ýmsum munum og gripum sem hafa orðið á vegi hennar hér á landi, svo sem gömlum vettlingum með tvo þumla á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi og handgerðum fornum nöglum á Smámunasafni Sverris Hermannssonar á Akureyri. Þá talar hún um leit sína að hvalasafni sem reyndist árángurslaus.

Tengdar fréttir

Ferðaþjónusta

Fækkað í sveit gæslumanna krúnudjásnanna

Vesturland

Gert að rífa legsteinasafnið í Húsafelli

Menningarefni

Hommarnir á höfninni – strákar lentu líka í „ástandinu“

Eyjaálfa

Braust inn á safn og tók sjálfsmynd með risaeðlu