Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Nýtt vopnahlé í Úkraínu

27.07.2020 - 09:16
epa08432100 Tatyana Lystopad, 57, inspects her house damaged by shrapnel of artillery shooting in pro-Russian militants controlled village of Staromihailovka, Donetsk area, Ukraine, 19 May 2020. Any direct negotiations with Russian-controlled militants are off the table. 'We only negotiate in the trilateral format: the TCG includes Russia, Ukraine, and the OSCE' assures Vice Prime Minister, Minister for Reintegration of Temporarily Occupied Territories, First Deputy Representative of Ukraine to the Trilateral Contact Group for the Donbas settlement, Oleksiy Reznikov on 18 May 2020.  EPA-EFE/DAVE MUSTAINE
Kona virðir fyrir sér skemmdir sem urðu á húsi hennar í bardögum í Úkraínu fyrr á þessu ári. Mynd: EPA-EFE - EPA
Nýtt vopnahlé hófst í austurhluta Úkraínu í gærkvöld. Það er í samræmi við samkomulag sem náðist í viðræðum milli Úkraínumanna og Rússa í síðustu viku sem Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu hafði milligöngu í.

Síðan upp úr sauð milli stjórnvalda í Kænugarði og aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu árið 2014 hefur nokkrum sinnum náðst samkomulag um vopnahlé, en þau hafa verið skammlíf. Þrettán þúsund hafa fallið í stríðinu í Úkraínu.

Í gær ræddust þeir við Volodimir Zelensky og Vladimir Pútín, forsetar Úkraínu og Rússlands, um vopnahléið og leiðir til að binda enda á átökin. Pútín lagði á það áherslu að hrundið yrði í framkvæmd friðarsamkomulagi sem gert hefði verið í Minsk í Hvíta-Rússlandi árið 2015.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV