Á áttunda hundrað slökkviliðsmanna berjast við mikla skógarelda um miðbik Portúgals þessa dagana. Eldarnir kviknuðu fyrir rúmri viku og loga enn stjórnlaust þrátt fyrir umfangsmiklar aðgerðir slökkviliðs. Nokkur hús hafa þegar orðið eldunum að bráð og stór svæði verið rýmd. Stífir og hlýir vindar torvelda starf þeirra rúmlega 700 slökkviliðsmanna sem staðið hafa vaktina frá því að fyrstu eldarnir kviknuðu í Oleiros-héraði 18. júlí. Þaðan hafa þeir breiðst út til tveggja aðliggjandi héraða.