Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Mannfall í mótmælum í Írak

27.07.2020 - 10:50
Erlent · Asía
epaselect epa08263085 An Iraqi protester holds the Iraqi national flag during a protest at the Al-Tahrir square in central Baghdad, Iraq, 01 March 2020. One protester was killed and dozens others were wounded in clashes with anti-riot police forces following a protest at the Al-Khilani square in central Baghdad, medical sources said. Thousands of Iraqis continue their protests in Baghdad and southern Iraqi cities against the appointment of Mohammed Tawfiq Allawi as prime minister-designate, while the Iraqi parliament failed to give confidence again on 01 March 2020, to the cabinet proposed by Prime Minister-designate Mohammed Allawi because of a lack of quorum.  EPA-EFE/AHMED JALIL
Frá mótmælum í Írak fyrr á þessu ári. Mynd: EPA-EFE - EPA
Tveir voru skotnir til bana í mótmælum í Bagdad, höfuðborg Íraks, snemma í morgun. Þetta eru fyrstu dauðsföllin í mótmælum í Írak síðan Mustafa al-Kadhemi, tók þar við sem forsætisráðherra í maí.

Víða var efnt til mótmæla í Írak í gær, en margir eru orðnir langþreyttir á lélegu raforkukerfi landsins og krefjast þess að geta fengið loftkælingu í hitabylgjunni sem þar hefur gengið yfir. Í Bagdad og borgum í suðurhluta landsins hefur hitinn farið yfir 50 stig undanfarna daga.

Óttast er að atburðirnir í morgun leiði til nýrrar öldu mótmæla gegn stjórnvöldum eins og þau sem hófust í október í fyrra og beindust gegn spillingu í stjórnkerfinu og lélegum innviðum í landinu. Verulega dró úr mótmælum þegar Kadhemi tók við en hann hét því að hefja viðræður við mótmælendur um kröfur þeirra.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV