Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Flugfreyjur samþykktu kjarasamning

27.07.2020 - 12:56
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands hafa samþykkt kjarasamning milli Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) vegna Icelandair ehf.

83,5 prósent sögðu já en 13,42 prósent sögðu nei. Þrjú prósent kjörseðla voru auðir. Með þessu er viðræðum lokið og nýr kjarasamningur hefur tekið gildi.

Nálægt níutíu prósent félagsmanna greiddu atkvæði. Atkvæðagreiðslan var rafræn og hófst á föstudag.