Erill á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Um sextíu mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Maður var handtekinn í miðbænum eftir að hafa gert tilraun til að stela úr verslun og ráðist á öryggisvörð verslunarinnar. Fjórtán ára ökumaður var stöðvaður í hverfi 105 með fjóra jafnaldra sína í bílnum.

Þá náðist ölvaður ökumaður í miðborginni eftir að hafa ekið á tvo bíla. Hann var vistaður í fangaklefa. 

Lögreglu barst tilkynning um tvo þrettán ára krakka uppi á þaki á skólabyggingu í Kópavogi. Móðir annars þeirra var komin til bjargar þegar lögreglan kom á staðinn.

Þá var tilkynnt um sofandi mann í rútu í Árbæ. Hann var í annarlegu ástandi og reyndist eftirlýstur. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi