Eins sorglegt og þetta lag er þá er það mjög fallegt

Mynd: Tónaflóð um landið / Anya Shaddock

Eins sorglegt og þetta lag er þá er það mjög fallegt

27.07.2020 - 10:43
Anya Shaddock, sem er átján ára, kom fram á Tónaflóði um landið í Neskaupstað síðasta föstudag. Anya kemur frá Fáskrúðsfirði og þótti gaman að koma fram og syngja á sínum heimaslóðum.

Árið 2017 vann Anya tvenn verðlaun samdægurs, aðalverðlaunin á Nótunni sem er uppskeruhátíð tónlistarskóla landsins og Söngkeppni Samfés með frumsömdu lagi sem hún söng sjálf.

Anya tók tvö lög á Tónaflóði um landið í Neskaupstað: Svarthvíta hetjan mín með Dúkkulísunum og svo lagið Syneta með Bubba Morthens. Hún segir að eins sorglegt og lagið Syneta sé þá sé það mjög fallegt og að það hlýi að vissu leyti hjartarætur því melódían sé falleg.

Hlustaðu á Anyu Shaddock flytja lagið Syneta í spilaranum hér fyrir ofan. Tónaflóðið um landið heldur áfram næsta föstudag og verður þá í Bláskógabyggð.