Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Breskur köttur með kórónuveiruna

27.07.2020 - 13:25
Mynd með færslu
 Mynd: CC0 - Pixabay
Breskur heimilisköttur er smitaður af kórónuveirunni. Hann er fyrsta dýrið sem greinist með veiruna í Bretlandi. Sýni úr honum var tekið á rannsóknarstofu í Weybridge í Surrey á miðvikudag í síðustu viku, að því er Sky fréttastofan greinir frá. Engar vísbendingar eru um að mannfólkið hafi smitast af honum.

Að sögn lækningaforstjóra Lýðheilsustofnunar Bretlands er ekkert að óttast þótt dýr hafi greinst með veiruna. Almenna reglan sé sú að fólk eigi að þvo sér um hendurnar áður og eftir að það klappar dýrum.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV