Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í dag. Meðal þeirra verkefna sem lögregla fékkst við var að handtaka karlmann við lögreglustöðina á Hverfisgötu í morgun. Sá hafði losnað úr fangaklefa skömmu áður, en neitaði að fara, kom ítrekað aftur og hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu um að fara á brott. „Hann vann sér inn áframhaldandi dvöl hjá lögreglu,“ segir í dagbók lögreglu.