Monica Lewinsky vinnur brandarakeppni á Twitter

epa05817893 Monica Lewinsky arriving for the 2017 Vanity Fair Oscar Party following the 89th annual Academy Awards ceremony in Beverly Hills, California, USA, 26 February 2017. The Oscars are presented for outstanding individual or collective efforts in
 Mynd: EPA

Monica Lewinsky vinnur brandarakeppni á Twitter

26.07.2020 - 08:26

Höfundar

Notendur Twitter hafa undanfarna daga verið í samkvæmisleik sem kalla má „fimmaura brandarakeppni“. Þeir mættu þó ofjarl sínum þegar Monica Lewinsky mætti til leiks með skrýtlu um frægt ástarsamband sitt og Bills Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.

Í umfjöllun breska blaðsins Guardian kemur fram að á laugardagsmorgun hafi meira en 350 þúsund líkað við tístið. Meira en hálf milljón höfðu líkað við tístið í morgun. „Monica sigrar internetið,“ segir leikkonan Mia Farrow á Twitter-síðu sinni. 

Lewinsky og Clinton áttu í ástarsambandi þegar hún var lærlingur í Hvíta húsinu. Málið vakti heimsathygli og Clinton var ákærður fyrir embættisbrot þar sem hann var sakaður um að hindrað framgang réttvísinnar. Eftir þriggja vikna vitnaleiðslur var hann sýknaður og tókst að bjarga forsetaferli sínum.

Lewinsky ræddi reynslu sína af málinu í svoköllum TED-fyrirlestri. Þar lýsti hún því hvernig hún hefði verið niðurlægð opinberlega fyrir framan alla heimsbyggðina. 

Í grein sem birtist í Vanity Fair í tengslum við #MeToo-hreyfinguna sagði hún að það sem gerðist milli hennar og Clintons hefði ekki verið nauðgun heldur miklu frekar „gróf misnotkun á valdi.“ Clinton hefði verið valdamesti maðurinn á jörðinni, 27 árum eldri og með næga reynslu til að vita betur. Hún hefði aftur á móti haft takmarkaðan skilning á því hvaða afleiðingar sambandið gæti haft.

Lewinsky hefur einnig lýst því yfir að hún hafi verið fyrsta fórnarlamb svokallaðs neteineltis. Þótt samfélagsmiðlar hafi ekki verið komnir til sögunnar á þessum tíma hafi henni verið úthúðað á spjallrásum og afþreyingarsíðum.

Tengdar fréttir

Erlent

Sambandið „var gróf misnotkun á valdi“

Erlent

20 ár frá Clinton-Lewinsky

Jafnréttismál

Lewinsky fyrsta fórnarlamb neteineltis