Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Kórónaveiran breiðist enn hratt út í Bandaríkjunum

26.07.2020 - 02:10
epa08562918 Healthcare workers take information from people in line at a walk-up COVID-19 testing site in Miami Beach Convention Center in Miami Beach, Florida, USA, 23 July 2020. Florida announced today 173 new resident deaths from COVID-19, the highest number announced for any day since the start of the pandemic.  EPA-EFE/CRISTOBAL HERRERA-ULASHKEVICH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Rúmlega 68.000 ný kórónaveirusmit greindust í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn og tæplega 1.100 dauðsföll voru rakin til COVID-19 þar í landi á sama tíma. Er þetta tólfti dagurinn í röð þar sem fleiri en 60.000 manns greinast með veiruna og sá fjórði þar sem fleiri en 1.000 manns deyja úr sjúkdómnum sem hún veldur, samkvæmt upplýsingum Johns Hopkins háskólans í Maryland.

Heildarfjöldi staðfestra smita í Bandaríkjunum er því orðinn 4.174.437, og dauðsföllin 146.391.