Ljóðabókin 1,5/10,5 er tæplega hundrað síður að lengd og skiptist í nokkra hluta. Þetta eru beinskeytt ljóð og blátt áfram og mörg hver afar persónuleg. Hér er ort um mótsagnirnar í lífi ungrar konu, um staðalmyndir, það sem virðist ætlast til, og hvernig má bregðast við því.
Mörg ljóðanna eru bersögul og Viktoría vílar ekki fyrir sér að nefna hlutina sínum réttu nöfnum. Tvendin karl og kona er henni hugleikinn, hver er hvort og hvort er hver.
Það
Fullkominn heiðarleiki
er of ljótur til að ég
varpi því hér fram.
Heimurinn er of lítill til þess að
ég andvarpi hreinleika á ykkur.
Þið fattið.
Þegar ég tek typpið á
mér út úr honum og hann
þurrkar framan úr sér blóðið
og ég hlæ að honum.
Djöfulsins fífl.
eins og það að leggja
sykur í holuna lagi allt.
Ég get ekki lagað hann,
þó ég reyni að sleikja
á honum píkuna.
Ég ætla ekki að laga þig,
þú ert eins og innbærinn,
gömul og snjáð.
Tengirðu?
Utanáliggjandi líffæri.
Vakning?
Eru hér eða ætlarðu
þér að vera hér?
Ég get ekki haldið á þessum
líffærum sem ég ber á
bakinu allan daginn.
þau eru ekki einu sinni
mín, þau eru þín.
Af hverju treðurðu
þessu ekki inní þig?
Viktoría segist ekki vera mikið fyrir að snurfusa texta sína, þeir einfaldlega komi. Hún hefur í fáein ár haldið úti Instagram-síðu þar sem hún birtir ljóð sín og aðra texta jafnharðan.