Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Jair Bolsonaro laus við COVID-19

25.07.2020 - 14:03
Erlent · Brasilía · COVID-19 · Erlent
epa08532724 (FILE) - President of Brazil Jair Bolsonaro attends a press conference on the measures taken by the government against the spread of the coronavirus, in Brasilia, Brazil, 18 March 2020 (reissued 07 July 2020). Bolsonaro, 65, reported on 07 July 2020 that he has tested positive for COVID-19 and has begun to be treated with chloroquine.  EPA-EFE/Joedson Alves
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur náð sér eftir kórónuveirusmit. Hann tilkynnti nú síðdegis að hann hefði hefði greinst neikvæður fyrir COVID-19, tveimur vikum eftir að hann greindist með sjúkdóminn.

Jair Bolsonaro greindist með COVID-19 þann 6. júlí. Hann hafði þá verið með einkenni sjúkdómsins í nokkra daga en greindi frá niðurstöðunni í sjónvarpsávarpi þann 7. júlí. Bolsonaro hefur verið gagnrýndur af mörgum fyrir að gera lítið úr kórónuveirufaraldrinum og ráðstöfunum til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Hann hefur kallað veiruna „smávægilega flensu“ og sagði í apríl að myndi hann sjálfur smitast myndi hann ekki finna fyrir því. Hann myndi hrista smitið af sér án fyrirhafnar. 

Brasilía er það land í heiminum þar sem næst flest kórónuveirusmit hafa greinst. Staðfest smit nálgast tvær og hálfa milljón og ríflega 85 þúsund hafa látist, samkvæmt opinberum tölum.

 

palmij's picture
Pálmi Jónasson
Fréttastofa RÚV