„Í fyrsta lagi er þetta mjög töff nafn“

Mynd: Íris Dögg Einarsdóttir / RÚV

„Í fyrsta lagi er þetta mjög töff nafn“

25.07.2020 - 13:43

Höfundar

Leik- og söngkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir er stödd ásamt fríðum flokki á Siglufirði. Flokkurinn hyggst troða upp í brugghúsinu Segull 67 í dag með átta kvenna hljómsveit sem heitir óvenjulegu nafni.

„Sveitin hefur verið til í svona tvö og hálft ár og þetta er í annað sinn sem við spilum hér svo það má segja að við spilum hérna árlega,“ segir Ólafía í samtali við Morgunútvarpið á Rás 2. Um óvenjulega nafngift sveitarinnar, Gertrude and the flowers, segir Ólafía: „Í fyrsta lagi er þetta mjög töff nafn og svo hljómar þetta vel. Fólk er oft að spyrja hver sé Gertrude og hver sé flowers . Sumum í hljómsveitinni finnst að við séum allar Gertrude og áhorfendurnir eru flowers.“

Það er nóg að gerast á Siglufirði um helgina því hljómsveitin Stuðmenn mun einnig stíga á stokk á Kaffi Rauðku í kvöld. „Við erum að berjast við Stuðmenn,“ segir Ólafía glettin. „En þeir eru um kvöldið og við um daginn svo ef einhvern langar á bæði þá er það hægt.“

Gertrude en the Flowers flytja lög við ljóð eftir aðalsöngkonu sveitarinnar, Ásdísi Óladóttur. Hægt er að hlýða á lag með hljómsveitinni og allt viðtalið við Ólafíu í spilaranum efst í fréttinni.

Tengdar fréttir

Leiklist

Ólafía Hrönn les upp Mitt var starfið

Popptónlist

„Við erum ekkert ólíkar Eurovision“