Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Fellibylurinn Hanna hamast á Texas og Norðaustur-Mexíkó

25.07.2020 - 23:47
A man jumps from a wave as Hurricane Hanna begins to make landfall, Saturday, July 25, 2020, in Corpus Christi, Texas.   The National Hurricane Center said Saturday morning that Hanna's maximum sustained winds had increased and that it was expected to make landfall Saturday afternoon or early evening.(AP Photo/Eric Gay)
Við ströndina í Corpus Christi, nokkru áður en Hanna gekk á land um 100 kílómetrum sunnar Mynd: AP
Fellibylurinn Hanna gekk á land í Texas um klukkan sautján að staðartíma, eða 22 að íslenskum tíma. Hanna er fyrsti stormur þessa fellibyljatímabils vestra og telst fyrsta stigs fellibylur, sem þýðir að meðalvindhraði nær allt að 40 metrum á sekúndu. Mikið úrhelli fylgir Hönnu og varað er við flóðahættu í suðurhluta Texas og Norðaustur-Mexíkó.

Veðurfræðingar segja bæði hættu á að ár flæði yfir bakka sína og á lífshættulegum asaflóðum, þar sem smásprænur umturnast fyrirvaralaust í ólgandi stórfljót og ryðja öllu úr vegi sem fyrir þeim verður. Spáð er allt að 450 millimetra úrkomu um helgina í Suður-Texas og mexíkósku ríkjunum Coahuila, Nuevo Leon og Tamaulipas.

Hanna skall á ströndum Texas rúma 100 kílómetra frá borginni Corpus Christi, rúmlega 300.000 manna borg sem sem kórónaveirufaraldurinn hefur herjað á af miklum þunga síðustu vikur. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV