„Við vorum búin að gera talsverðar ráðstafanir varðandi sóttvarnir á mótinu,“ segir Gunnhildur. „Við höfðum meðal annars skipt svæðinu niður í minni svæði.“
Mótið sem er í Laugardal og er fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára hófst á miðvikudaginn og lýkur á morgun. Aðspurð hvort smitið setji smit reikinginn við skipulag mótsins segir hún svo ekki vera.
Á þriðja tug í sóttkví
Í tilkynningu frá Almannavörnum og Landlækni segir að hinn smitaði sé kominn í einangrun og yfir tuttugu manns, sem voru á sama svæði, verið beðnir að fara í sóttkví í fjórtán daga. Ekki sé útilokað að þeim fjölgi eftir því sem smitrakningu vindur fram, en hún er þegar hafin.
Almannavarnir og Landlæknir biðja fólk sem sótti Raycup að gæta varúðar og huga að einstaklingsbundnum smitvörnum. Leiki minnsti vafi á hvort einkenni Covid-19 veirunnar séu til staðar er sá hinn sami beðinn um að fara í sýnatöku á næstu heilsugæslustöð.
Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Landlækni og Almannavörnum.