Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Byggðu húsið og hönnuðu garðinn

Mynd: RÚV / RÚV

Byggðu húsið og hönnuðu garðinn

25.07.2020 - 09:34

Höfundar

Hjónin Vilhjálmur Þ. Kjartansson verkfræðingur og Guðrún Hannesdóttir félagsfræðingur byggðu húsið sitt sjálf fyrir 35 árum. „Við tókum fimm mjög skemmtileg sumur þar sem við náðum í skottið á þeim þjóðlega sið að byggja að mestu leyti sjálfur húsið sitt,“ segir Vilhjálmur stoltur. 

Garðinn hönnuðu hjónin einnig en þau hafa síðustu ár leyft náttúrunni að ráða ferðinni. „Þetta er villigarður. Fyrst þegar við vorum að byggja hérna vorum við að skipuleggja garðinn og svo hefur þetta fengið að vaxa frjálst,“ segir Guðrún. „Spennandi að sjá hvað sprettur upp.“

Guðríður Helgadóttir heimsótti Vilhjálm og Guðrúnu í Sumarlandanum.

Tengdar fréttir

Menningarefni

„Arnaldur er búinn að drepa hér manneskju“

Tónlist

KK – Brúnaljósin Brúnu

Norðurland

„Þarft að vera sérstök tegund af hálfvita“