Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Harry og Meghan í hart vegna drónamynda af Archie

epa08110603 Britain's Prince Harry (R) and his wife Meghan visit Canada House in London, Britain, 07 January 2020. Canada House houses the offices of the High Commission of Canada in the United Kingdom. The Duke and Duchess of Sussex thanked the High Commissioner for the 'warm hospitality' during their six-week sabbatical.  EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Harry og Meghan í hart vegna drónamynda af Archie

24.07.2020 - 08:24

Höfundar

Harry og Mehgan Markle, hertogahjónin af Sussex, hafa stefnt ónefndum ljósmyndara fyrir dóm í Los Angeles vegna mynda sem hann tók með dróna af syni þeirra, Archie. Stefnan var þingfest á fimmtudag. Hertogahjónin segja myndatökuna hafa verið brot á friðhelgi einkalífs þeirra.

Harry og Meghan eru búsett í Los Angeles eftir að hafa sagt sig frá skyldustörfum hjá bresku konungsfjölskyldunni. 

Á vef BBC er haft eftir lögmanni þeirra að allir í Kaliforníu eigi rétt að einkalífi á heimili sínu. Ekki sé hægt að brjóta á þeim rétti með því að notast við þyrlur eða dróna.

Hann segir að hertogahjónin höfði málið til vernda son sinn frá ágangi ljósmyndara og til að afhjúpa og stöðva þá sem reyni að hagnast á lögbrotum.  Fram kemur í stefnunni að hjónin séu stöðugt áreitt af paparözzum sem fljúgi yfir heimili þeirra á þyrlum og geri göt á öryggisgirðingar.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hertogahjónin láta sverfa til stáls gegn fjölmiðlum.  Þau eru í málaferlum við breska blaðið Mail on Sunday fyrir að birta bréf Markle til föður síns.