Stefnt er að því að setja upp snjallgangbrautir á fjórum stöðum í Reykjavík á árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Við gangbrautirnar verður tækjabúnaður sem skynjar þegar gangandi vegfarendur nálgast þær og kveikir þá á LED-götulýsingu. Lýsingin verður sett þannig upp að aðeins gangbrautin og vegfarendurnir lýsast upp.