
Snjallgangbrautir verða á fjórum stöðum í Reykjavík
Einnig kviknar lýsing í gangbrautarmerkinu og viðvörunarljós fyrir akandi umferð. Snjallgangbrautirnar verða á fjórum stöðum; Neshaga við Furumel, Rofabæ við Árbæjarskóla, Seljarskógum við Seljabraut og Fjallkonuveg við Logafold.
Í tilkynningunni segir að borgarráð hafi heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við umferðaröryggismál en kostnaðaráætlun vegna verkefna ársins er 190 milljónir króna. Verkefnin eru að hluta samkvæmt áætlun um að flýta fjárfestingarverkefnum Reykjavíkurborgar með það að leiðarljósi að sporna gegn atvinnuleysi vegna kórónuveirufaraldursins.
Auk snjallgangbrautanna verður komið fyrir gangbrautum víða um borgina og gönguþveranir verða sömuleiðis bættar. Þá verða hraðalækkanir í Engjateigi, Reykjavegi, Sundlaugavegi, Laugarásvegi, Lokinhömrum og Haukdælabraut.