Mesta atvinnuleysi í Svíþjóð frá 1998

23.07.2020 - 13:44
epa04101243 Jobseekers gather around an office for Sweden's national jobs agency in central Stockholm, Sweden, 26 February 2014, after 61,000 people accidentally were invited to a meeting instead of 1,400.  EPA/BERTIL ENEVAG ERICSON SWEDEN OUT
 Mynd: EPA - TT
Atvinnuleysi í Svíþjóð mældist 9,8 prósent í síðasta mánuði. Alls voru 557 þúsund án vinnu, samkvæmt upplýsingum sænsku hagstofunnar. Það er 150 þúsundum fleiri en í júní í fyrra. Þetta er mesta atvinnuleysi sem mælst hefur í landinu frá árinu 1998.

Atvinnuleysið jókst meira hjá körlum en konum. Tíu prósent karla voru án vinnu og 9,7 prósent kvenna. Verst var ástandið hjá ungu fólki á vinnumarkaði, eða 32,3 prósent. Það jókst um 8,7 prósent frá júní í fyrra. Sænskir fjölmiðlar hafa eftir Evu Nordmark atvinnumálaráðherra að ástandið á vinnumarkaði sé alvarlegt og eigi enn eftir að versna.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi