Liggur hamingjan í heita pottinum? 

Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is

Liggur hamingjan í heita pottinum? 

23.07.2020 - 10:20

Höfundar

Í stuttu myndskeiði sem BBC birti í morgun er hamingja Íslendinga rakin til sundferða.  

Myndskeiðið má nálgast hér. Í umfjöllun BBC kemur fram að íslenska þjóðin sé reglulega sögð meðal þeirra hamingjusömustu í heimi og spurningunni velt upp hvort lykillinn að hamingjunni sé falinn í sundlaugunum.  

Í myndskeiðinu er rætt við Íslendinga í sundi: „Þetta er eins og að endurfæðast,“ segir einn. „Við erum næstum nakin, og allir eru jafnir í heita pottinum,“ segir annar.

Þá er rætt um sundkennsluskyldu í grunnskólum og hversu mikilvægan sess sundlaugarnar skipa í félagslífi landsmanna, sérstaklega í smærri plássum.   

 

Tengdar fréttir

Sund

Nokkur Íslandsmet á Íslandsmótinu í sundi

Reykjavíkurborg

Fleiri mega vera í sundi í einu

Innlent

Nutu þess að geta loksins slappað af í sundi