Fleiri með stöðu grunaðra í Skeljungsmáli

Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink RÚV - RÚV Anton Brink
Fjölgað hefur í hópi þeirra sem hafa réttarstöðu grunaðra í Skeljungsmálinu svo nefnda. Undanfarna mánuði hafa verið teknar af þeim starfsmönnum Glitnis sem komu að lánveitingum og fyrirgreiðslur tengdum kaupum Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundar Arnar Þórðarsonar á hlut Skeljung fyrir um áratug síðan.

Viðskiptablaðið greinir frá þessu og hefur eftir Ólafi Þór Haukssyni héraðssaksóknara að rannsókn málsins sé vel á veg kominn.

„Ég get staðfest að það hafa átt sér stað yfirheyrslur vegna málsins á síðustu vikum. Málið er ekki komið úr rannsókn en rannsóknin er nokkuð vel á veg komin,“ er haft eftir Ólafi Þór.

Þá telji sá hópur sem hafi réttarstöðu grunaðs manns í málinu nú sex, en fyrir tveimur árum höfðu fimm réttarstöðu grunaðs í málinu.

 

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi